Best practice examples (Iceland)

Viðtal við Hafdísi Þórðardóttir

Maður er ekkert skrítinn þó að eitthvað sé  gert öðruvísi „

 

Hafdís Þórðardóttir f. 1953, lauk árið 2007 námi frá Háskóla Íslands, sem þroskaþjálfi,  þegar hún var komin hátt á sextugsaldurs og hefur síðan þá, starfað við sitt helsta áhugamál sem er að sinna fötluðum einstaklingum. Viltu ekki hafa með hvaða ár hún lauk námi?

Hafdís er gift Einari V. Björnssyni og eiga þau sex uppkomin börn. Þegar hún fór í nám var yngsta barnið ennþá í grunnskóla. Menntaskóla hafði hún lokið með fullri vinnu , og það blundaði  alltaf  í henni að fara í fagnám en aðstæður voru erfiðar.

 „ Við fluttum mikið fyrr á árum vegna vinnu Einars, börnin voru mörg, heimilið þungt í rekstri, og við bjuggum meira og minna á landsbyggðinni þannig að aðgengi að námi var erfitt. Mér hefur alltaf þótt gaman að starfa með fólki og þá sérstaklega með fötluðum. Lukka mín var að fá starf  þá þessu sviði  sem almennur starfsmaður. Hins vegar  fannst mér erfitt að vera með mun lægri laun en þeir sem ég var að vinna með. Ég vissi vel að ég kunni ýmislegt og ég hugsaði oft, ég er ekkert vitlaus, ég get alveg lært.Mamma hafði alltaf hvatt mig til náms en ég var bara alls ekki tilbúin.“  

„Dag einn var ég að pirrast yfir þessu heima sögðu  stelpurnar mínar, sem þá voru sumar búnar að ljúka námi,  mamma farðu bara í þroskaþjálfanám, við munum styðja við þig. Einar maðurinn minn var á sömu skoðun, alltaf tilbúin að styðja og hvetja. Þegar ég er að taka þessa ákvörðun þá erum við hjón búsett  í þjónustuíbúðinni í Svignaskarði þar sem tölvuaðgangur var mjög erfiður. Ég þurfti að sækja námið í Háskóla Íslands sem er staðsettur í Reykjavík í tæplega 90 km fjarlægð. Sem betur fer var boðið upp á staðarlotur og fjarnám því ég var í vinnu með þessu námi.“

Hafdís dæsir, þegar hún er spurð af því hvort þetta hafi ekki oft verið  erfitt en námið tók hana samtals 4 ár.“Jú guð minn góður, stundum kom ég heim alveg búin á því, lagðist bara  í sófann og glápti á sjónvarpið. Þegar yngsta dóttir mín kom heim og sá ástandið á mömmu sinni, átti hún jafnvel  til að hringja í hinar eldri og segja þeim að hringja í mömmu því hún væri alveg búin þá því.  Fyrir utan þetta var það aðallega tvennt sem mér fannst erfitt að glíma við“.

„Það fyrsta var veðráttan,“ segir Hafdís og heldur áfram Við búum í tæplega  2 tíma aksturs-fjarlægð frá Reykjavík og veður eru oft mjög erfið á þessari leið.Ég þurfi að komast aftur heim eftir kennslulotur og erfitt  var   að þurfa að gista innan á fólki, svona hálft í hvoru að betla næturstað í Reykjavík þegar ég var í lotunáminu, en það var oft 3-4 dagar í senn. Við gátum ekki leyft okkur að leiga húsnæði handa mér í borginni, því síður að  ég gæti keypt mér gistingu svo ég varð að finna aðrar lausnir.  Annað var ekki beint erfitt þótt ég þyrfti vissulega  stundum að fá hjálp eins og með tölvunotkun og annað en ég gat alltaf hringt í börnin mín og fengið þá aðstoð sem ég þurfti. Svo hjálpaði það auðvitað að ég var að starfa með fötluðum á meðan að ég var í náminu þannig að oft gat ég unnið verkefni þar sem tengdust verkefnum í skólanum. kef.“

„Eftir að hafa farið í gengum þetta allt saman er ég er stoltust á sjáfri mér og mínu fólki. Ég finn vel að það styrkir mig óendanlega mikið að hafa klárað námið og útskrifast. Auðvitað er ágætt að fá aðeins betri laun, en það sem vegur þyngst, þegar upp er staðið,  er meira starfsöryggi, betra sjálfstraust  og aukin sjálfsvirðing. Mér líður vel að vita að ég get mætt til starfa og þekking og mín reynsla er tekin alvarlega. Ég er búin að finna mér stað við borðið sem ég er sátt við og af því er ég stolt.“

„Ég hef meira að segja oft hitt fólk sem segir  að úr því að ég  gat gert þetta og þá geti það kannski líka. Þannig hef ég sennilega haft einhver jákvæð áhrif á aðra – kannski orðið góð fyrirmynd.“

„Ég geri mér  alveg grein fyrir því að ég á maka og börnum mínum það að þakka að mestu að allt gekk  svona vel.Ef ég hefði ekki haft stuðning heima fyrir hefði ekkert af þessu  geta gengið. Það skipti auðvitað líka máli að Háskóli Íslands bauð upp á staðarlotur, þannig að ég gat stundað fjarnám.“  

„Ég held svei mér þá að mamma væri alveg stolt af mér – hún vissi alltaf að ég gæti gert það sem ég vildi,“ segir Hafdís Þórðardóttir að lokum.